Þessi síða er í smíðum eins og sjúkrakerfið og vinsaml hafa biðlund í byrjun
Velkomin í skýið ⚜️ Læknisfræðileg ráðgjöf
Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir
Sérfræðingur í heimilislækningum, framhaldsmenntun í Svíþjóð. Áður en fór í sérnám til Svíþjóðar þá stundaði ég
framhaldsnám og var við rannsóknir í geðlækningum og við almennar heimilislækningar í Reykjavík og landsbyggðinni.
Hef ákveðið að bjóða upp á fjarlækningar í gegnum síma, kalla það "læknisráðgjöf eða lækningar í skýinu".
Verður vonandi smám saman hægt að bæta við þjónustuna með vídeólínk og stofukomu í tilvikum eftir því sem þörf er á.
Ætlunin er að veita alla hefðbundna læknisþjónustu sem hægt að veita í gegnum fjarþjónustu, síma og vídeó.
Hægt er að óska eftir blóðrannsóknum eftir þörfum og óskum hvers og eins, auk annarra rannsókna og tilvísana.
Ath sjúkratryggingar neita að niðurgreiða þjónustuna þrátt fyrir að allir búandi hérlendis séu almannatryggðir, pólitísk ákvörðun
segja sjúkratryggingar, en skyldutrygging almannatrygginga er allra íbúa ESB og landa tengdum eins og Íslandi.
Verður því verðlagningu viðtala stillt í hófi af þeirri ástæðu skv einfaldri reglu:
<5 mín stutt viðtal 5 þús - <10 mín meðal 10 þús - < 15 mín lengra 15 þús
Dæmi samskipta:
1 - Stutt viðtal: styttra en 5 mín hvert - kr 5.000
a) pöntun og svar við blóðrannsóknum og röntgensvör
b) endurnýjun lyfseðla
c) stutt viðtal og úrlausn < 5 mín
2 - Meðal viðtal: styttra en 10 mín hvert - kr 10.000
3 - Lengri viðtöl: styttra en 15 mín hvert - kr 15.000
Panta tíma (símsvari)
835 1415